Hreyfispjöldin eru hönnuð með eldri borgara í huga en þrátt fyrir það geta allir nýtt sér spjöldin. Þetta eru einföld æfingarspjöld sem auka styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Æfingarnar eru framkvæmdar með eigin líkamsþyngd og án útbúnaðar. Hreyfispjöldin eru í
hentugri stærð og ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af hreyfingu þar sem á spjöldunum eru myndir og fullnægjandi útskýringar. Öll eldumst við og einn óumflýjanlegur þáttur öldrunar er að öll líkamsstarfsemi okkar skerðist, en hægt er að koma í veg fyrir það með reglubundinni hreyfingu. Hægt er að fá nánari upplýsingar á www.hreyfispjold.is

