
EINKAÞJÁLFUN
Einkaþjálfun er frábær valkostur og örugg leið til árangurs. Hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref og þeim sem eru lengra komnir. Líkamsrækt undir leiðsögn þjálfara er góð leið til að tryggja að æfingarnar séu lærðar og framkvæmdar rétt og settar saman eftir markmiðum hvers og eins. Í lok hvers tíma eru góðar teygur svo þjálfunin skili sem bestum
VERSLUN
Gerda mælir með

Mín Menntun
Ég er íþrótta og heilsufræðingur að mennt með BSc gráðu í íþróttafræðum og MEd í heilsuþjálfun og kennslu frá HR. Einnig er ég með einkaþjálfara réttindi og hef lokið dómaramáskeiðum í fimleikum. Um langt skeið hef ég starfað sem einka- og hópþjálfari, bæði í World Class og Mjölni og haldið námskeið fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður. Ég er annar eigandi og hönnuður Hreyfispjalda. Í dag er ég starfandi sem þjálfari í World class og kenni þar námskeiðið mitt "In Shape"

Um mig
Allt sem við kemur heilsu og líkamsrækt er ástríða mín. Ég hef gaman af því að fara út fyrir ramman og hika ekki við að breyta og prófa nýja hluti er viðkoma æfingum og almennri heilsu. Legg mikla áherslu á að hafa skemmtilegt og stuðla þannig að jákvæðu hugarfari gagnvart hreyfingu
Umsagnir
Ég datt inn á IN SHAPE námskeiðið hjá Gerðu, eftir barnsburð en markmiðið var að koma mér í form. Hafði reynt að koma mér í gang sjáf en varð alveg hooked á bæði tímanna og eins að æfa með Gerðu. Komst þá að því að ég var búin að vera að gera svo margt rangt þó að ég hafi lyft sjálf í mörg ár, eins að læra að teygja og hugsa vel um allar æfingarnar, hafa þær færri en betri. Get ekki mælt nægilega með henni er komin með nýtt viðhorf gagnvart líkamlegri og andlegri heilsu.
"Andrea Maack, ilmhönnuður"
Það hefur verið frábært að æfa með Gerðu, hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum ásamt góðri menntun á þeim vettvangi og skilar það sér í úrvals þjálfun. Fjölbreyttar og skemmtilega æfingar, heildstæð nálgun; æfingar, teygjur og næring. Jákvætt og hvetjandi viðmót og hún hefur næmt auga, fylgist vel með og leiðréttar. Ég hlakka alltaf til að mæta
"Ágústa H. Gústafsdóttir, framkvæmdastjóri Vaxtar ráðgjafar"
Ég hreinlega elska að æfa með henni og upplifði í fyrsta skiptið að ég hlakkaði til að mæta í ræktina sem var eitthvað sem hafði forðast. Fullkomin blanda af leiðleika og styrktarþjálfun sem hún kryddar upp á með sínum ómælda fróðleik og reynslu. Ég hafði aldrei trúað árangrinum sem ég náði og hversu gaman var að æfa hjá henni. Enda er hún ein af þessum konum sem elskar aðrar konur, upphefur þær og leyfir þeim að skína! Hópþjálfunin var það besta sem ég gaf sjálfri mér eftir barnsburð og ég komst í form lífs míns með hennar leiðsögn og stuðningi. Hlakkaði til að mæta því þetta var út frá sjálfsást og virðingu því hún sinnir hverri konu út frá þeirra þörfum án þess að stíla inn á kólía missi eða ummáls mælingar, heldur hreysti og ánægju! Ekki nóg með að ég styrktist, varð liðugri með meira sjálfstraust þá gerðir ég æfingar sem ég hélt ég myndi aldrei geta og það er svo gaman að koma sjálfri sér á óvart. Hún er með mikla líkamsvitund sem nýtist vel í þjálfun. Ég get ekki mælt nógu mikið með henni sem þjálfara. Hún er hreinlega lang best.
"Þórunn Antonía, söngkona"