
INSHAPE
Inshape er æfingakerfi hannað fyrir konur á öllum aldri sem vilja komast í betra form á skemmtilegan hátt. Styrktaræfingar með eigin líkamsþyngd og léttum lóðum, teygjur og slökun.
VERSLUN

Mín Menntun
Ég er íþrótta og heilsufræðingur að mennt með BSc gráðu í íþróttafræðum og MEd í heilsuþjálfun og kennslu frá HR. Einnig er ég með einkaþjálfara réttindi og hef lokið dómaramáskeiðum í fimleikum. Um langt skeið hef ég starfað sem einka- og hópþjálfari, bæði í World Class og Mjölni og haldið námskeið fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður. Ég er annar eigandi og hönnuður Hreyfispjalda. Í dag er ég starfandi sem þjálfari og kenni námskeiðið mitt “INSHAPE”

Um mig
Allt sem við kemur heilsu og líkamsrækt er ástríða mín. Ég hef gaman af því að fara út fyrir ramman og hika ekki við að breyta og prófa nýja hluti er viðkoma æfingum og almennri heilsu. Legg mikla áherslu á að hafa skemmtilegt og stuðla þannig að jákvæðu hugarfari gagnvart hreyfingu
Umsagnir
Ég datt inn á IN SHAPE námskeiðið hjá Gerðu, eftir barnsburð en markmiðið var að koma mér í form. Hafði reynt að koma mér í gang sjáf en varð alveg hooked á bæði tímanna og eins að æfa með Gerðu. Komst þá að því að ég var búin að vera að gera svo margt rangt þó að ég hafi lyft sjálf í mörg ár, eins að læra að teygja og hugsa vel um allar æfingarnar, hafa þær færri en betri. Get ekki mælt nægilega með henni er komin með nýtt viðhorf gagnvart líkamlegri og andlegri heilsu.
"Andrea Maack, ilmhönnuður"
Það hefur verið frábært að æfa með Gerðu, hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum ásamt góðri menntun á þeim vettvangi og skilar það sér í úrvals þjálfun. Fjölbreyttar og skemmtilega æfingar, heildstæð nálgun; æfingar, teygjur og næring. Jákvætt og hvetjandi viðmót og hún hefur næmt auga, fylgist vel með og leiðréttar. Ég hlakka alltaf til að mæta
"Ágústa H. Gústafsdóttir, framkvæmdastjóri Vaxtar ráðgjafar"